En hvaða landsvæði er ég að tala um?
Hér er ég á grundvelli talnalegra staðreynda að vísa til eftirfarandi landsvæða:
Norðvestursvæðið, Snæfellsnes, Dalir, Vestfirðir, Strandir og Húnavatnssýslur. Þetta er landsvæði sem er í of mikilli hnignun. Ástandið er þó mjög mismunandi, ekki síst hvað samgöngur varðar þar sem t.d. sunnanverðir Vestfirðir eru öfgakennt dæmi um einangrun en Húnavatnssýslurnar í alfaraleið. Sömu sögu er að segja af norðaustursvæðinu,Norður-Þingeyjarsýslu og ennfremur suðaustursvæðinu Austur- og Vestur-Skaftafellssýsla.
Á þessum svæðum þarf sértækar aðgerðir. Við verðum að viðurkenna að kostnaður við opinbera þjónustu sé eðlilega hærri og margvíslegar sértækar aðgerðir því réttlætanlegar. Sú fjárfesting skilar sér margfalt til baka þegar þessi svæði hafa komið undir sig fótunum að nýju.
Þessa mynd tók Sigurður Bogi Sævarsson á Austrurvelli á 17. júní
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er einmitt vikið að þessum málum. Þar segir:
„Ljóst er að ákveðnar byggðir eiga við meiri erfiðleika að etja en aðrar. Gera þarf úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta má aðsteðjandi vanda“.
Þetta er mjög mikilvæg yfirlýsing og hana ber að taka bókstaflega. Þarna er viðurkennt að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar. Þarna er skýlaust verið að vísa til þeirra staðreynda sem ég gerði að umtalsefni. En jafnframt segir að úttekt eigi að gera á þessum svæðum og móta síðan tillögur um aðsteðjandi vanda. Vandinn er með öðrum orðum viðurkenndur og einnig að grípa eigi til aðgerða til þess að sigrast á honum. Mikil greiningarvinna liggur þegar fyrir. Og nú er það okkar stóra verkefni að móta tillögur til úrbóta og hrinda þeim í framkvæmd.
Góðir Dalamenn.
Framundan er sumar, tími gróandans. Nú er dagur langur og birta yfir landi og lýð. Því skulum við segja og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni: Nú er veður til að skapa.